Íslenska sveitin komst ekki áfram

Eygló Ósk Gústafsdóttir var í sveit Íslands.
Eygló Ósk Gústafsdóttir var í sveit Íslands. mbl.is/Hari

Blandaða sveit Íslands í 4x50 metra fjórsundi var að koma í mark á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn.

Íslenska sveitin synti á 1:45,45 mínútum en það var lakasti tíminn í undanriðlunum tveimur. Sveitina skipuðu þau Kristinn Þórarinsson, Aron Örn Stefánsson, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Allir íslensku keppendurnir hafa því lokið keppni í dag, en Eygló Ósk, Aron Örn og Kristinn verða öll í eldlínunni á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert