Aron bætti tíma sinn í Kaupmannahöfn

Aron Örn Stefánsson.
Aron Örn Stefánsson. Haraldur Jónasson / Hari

Sundmaðurinn Aron Örn Stefánsson synti á 22,47 sekúndum og bætti sinn besta tíma um 7/100 úr sekúndu í undanrásum 50 metra skriðsunds á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn.

Aron komst ekki áfram í undanúrslitin en hann varð sjötti í sínum riðli og í 62. sæti af 79. 16 keppendur úr átta undanrásarriðlum fara áfram. Íslandsmetið í greininni á Árni Már Árnason, sem er 22,29.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert