Gríðarlegt jafnræði í deildinni

Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni töpuðu gegn Tindastóli í …
Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni töpuðu gegn Tindastóli í gær. Haraldur Jónasson / Hari

ÍR-ingar gefa ekkert eftir í Dominos-deild karla og lögðu Keflvíkinga að velli, 96:92, eftir framlengdan spennuleik í Hertz-hellinum í Breiðholti. Eftir 11 umferðir, þegar Íslandsmótið er hálfnað, er ÍR eitt fjögurra efstu liðanna sem öll hafa safnað saman 16 stigum.

Deildin er gríðarlega jöfn og lítið svigrúm til að misstíga sig fyrir þau lið sem ætla að vera á meðal þeirra fjögurra efstu sem fá heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sem dæmi má nefna að með sigri í gær hefði Keflavík náð jafn mörgum stigum og ÍR en er hins vegar í 6.-7. sæti með sín 12 stig.

Á lokamínútum venjulegs leiktíma skiptust liðin á að setja niður þriggja stiga skot en ÍR-ingar virtust líklegri til að sigra. Upp kom sú staða að brotið var á Daða Lár Jónssyni á síðustu sekúndunni fyrir utan þriggja stiga línuna. Fékk hann þrjú skot og þurfti að bíða eftir því að taka þau á meðan leikhlé var tekið. Refurinn Friðrik Ingi Rúnarsson hefur líklega gefið Daða valíum á meðan því hvort datt af leikmanninum né draup þegar hann fór á vítalínuna. Setti öll þrjú skotin niður fyrir framan Ghetto Hooligans, eins og stuðningsmenn ÍR kalla sig, og knúði fram framlengingu.

Sjá nánar um leiki gærkvöldsins í Dominos-deild karla í körfuknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert