Haukar heitastir í fríið

Axel Kárason og félagar í Tindastóli hristu af sér slenið …
Axel Kárason og félagar í Tindastóli hristu af sér slenið eftir tvo tapleiki í röð og unnu mikilvægan útisigur gegn Stjörnunni. mbl.is/​Hari

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld segir í gamla Eurovision-laginu og það er engin lygi. Mér finnst eins og mótið sé nýbyrjað en samt er fyrri umferðin búin og aðeins nokkrir dagar til jóla. Þetta er alveg óskiljanlegt en svona er þetta þegar það er gaman.

Það voru nokkrir naglbítar í þessari elleftu umferð sem allir enduðu eftir bókinni góðu, þegar upp var staðið.

Ég, eins og flestir aðrir, var hissa þegar ég sá ungstirnið Hilmar Henningsson spila með Þór Akureyri í þessari umferð, þar sem ég hélt að félagaskiptaglugginn væri lokaður, en komst svo að því að það eru víst mismunandi reglur eftir hvað þú ert gamall. Þeir sem eru 18 ára eða yngri mega skipta um lið í meistaraflokki en ekki þeir sem eru eldri. Ég stóð í þeirri trú að þetta ákvæði væri bara í yngri flokkunum en ekki í meistaraflokki.

Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég skil ekki félagaskiptareglurnar. Ég var t.d. mjög hissa þegar Hörður Axel Vilhjálmsson skipti yfir í Keflavík á síðasta tímabili. Hann spilaði leik með erlendu félagi eftir 15. nóvember en var samt löglegur með Keflavík fljótlega á eftir þrátt fyrir að glugginn hefði lokast þann dag. En það er ekkert að marka þó svo ég skilji þessa hluti ekki, enda vantar mig ennþá einhverjar einingar til að klára menntaskóla.

Benedikt Guðmundsson fer ítarlega yfir 11. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta, velur bestu leikmennina o.fl. í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert