Ingibjörg og Eygló komust ekki áfram

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Hari

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti á 27,42 sekúndum í undanrásum 50 metra baksunds á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn. 

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti á 27,92 sekúndum en hvorug þeirra komst áfram í undanúrslit í sundinu.

Ingibjörg hafnaði í 22. sæti en Eygló Ósk í 31. sæti af 47 keppendum.

Aron Örn Stefánsson hafnaði í 52. sæti af 86 keppendum í 100 metra skriðsundi. Hann sýnti á tímanum 49,11 sekúndum og komst ekki áfram í undanúrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert