Þróttur lagði Þrótt

Frá leiknum í Neskaupstað í gærkvöld.
Frá leiknum í Neskaupstað í gærkvöld. Ljósmynd/Jón Guðmundsson

Þróttur úr Neskaupstað vann öruggan sigur á Þrótti úr Reykjavík, 3:0, þegar liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í Neskaupstað í gærkvöld.

Heimakonur unnu tvær fyrstu hrinurnar sannfærandi, 25:12 og 25:17. Reykjavíkurliðið beit frá sér í þriðju hrinu sem þurfti að framlengja en hún endaði að lokum 26:24.

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 17 stig fyrir Þrótt N. og Ana Maria Vidal 15 stig. Eldey Hrafnsdóttir skoraði 15 stig fyrir Þrótt R. og þær Sunna Þrastardóttir og Katla Hrafnsdóttir voru báðar með 5 stig.

Þróttur N. er á toppi deildarinnar eftir þennan sigur með 24 stig. Afturelding er með 23, Stjarnan 19, HK 12, Völsungur 7, KA 6 og Þróttur R. 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert