Ingibjörg og Kristinn úr leik

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Hari

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Kristinn Þórarinsson voru bæði í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Kaupmannahöfn í morgun.

Ingibjörg keppti í 50 metra skriðsundi. Hún synti á tímanum 25,73 sekúndum en Íslandsmetið í greininni er 24,94 sekúndur sem er í eigu Ragnheiðar Ragnarsdóttir. Þessi tími Ingibjargar dugði henni ekki til að komast í undanúrslitin.

Kristinn keppti í 50 metra baksundi. Hann kom í mark á 25,29 sekúndum en besti tími hans í greininni er 24,63 sekúndur. Kristinn náði ekki komast í undanúrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert