22. Stórmót ÍR fer fram um helgina

Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir, Tiana Ósk Whitworth, til vinstri, verða …
Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir, Tiana Ósk Whitworth, til vinstri, verða báðar í eldlínunni um helgina. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins, Stórmót ÍR, fer fram í Laugardalshöll um helgina og er nú haldið í 22. sinn. Mótið hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Um 700 keppendur eru skráðir til leiks að þessu sinni frá 33 félögum víðsvegar að af landinu.

42 keppendur frá fjórum félögum í Færeyjum taka þátt í mótinu. Kl. 15:00-16:00 hvorn dag fer fram úrslitakeppni í mörgum greinum karla og kvenna. Friðarhlaupið verður hlaupið í þriðja sinn á Stórmóti ÍR á sunnudaginn kl. 14:00. 

Keppni hefst báða dagana kl. 9:00 með keppni yngstu þátttakendanna og endar kl. 17:00 á sunnudaginn. Margir af fremstu keppendum landsins verða á meðal þátttakenda á mótinu. Búast má við sérstaklega harðri keppni í 60 metra hlaupi kvenna þar sem þrír af bestu spretthlaupurum landsins koma saman; Tiana Ósk Whitworth, Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir og María Rún Gunnlaugsdóttir. 

Allar keppnisgreinar mótsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert