Sögulegt hjá Norðmönnum

Gullsveit Norðmanna. Daniel Andre Tande, Andreas Stjernen, Johann Andre Forfang …
Gullsveit Norðmanna. Daniel Andre Tande, Andreas Stjernen, Johann Andre Forfang og Robert Johansson. AFP

Norðmenn halda áfram að sanka að sér gullverðlaunum á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu.

Norðmenn urðu hlutskarpastir í liðakeppni karla í skíðastökki eftir hörkuspennandi keppni við Þjóðverja sem urðu í öðru sæti. Bronsverðlaunin féllu Pólverjum í skaut.

Þetta er í fyrsta skipti sem Norðmenn vinna til gullverðlauna í skíðastökki á Vetrarólympíuleikum. Þeir hlutu samtals 1098,5 stig, 22,8 stigum meira en Þjóðverjar og 26,1 stigi meira en Pólverjar fengu.

Þetta voru 11. gullverðlaun Norðmanna í Pyeongchang og 28. verðlaun þeirra á leikunum til þessa. Engin þjóð hefur unnið fleiri verðlaun en Norðmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert