Þær þýsku mörðu sigurinn

Mariama Jamanka og Lisa Buckwitz fögnuðu sigri í bobbsleðakeppninni.
Mariama Jamanka og Lisa Buckwitz fögnuðu sigri í bobbsleðakeppninni. AFP

Mariama Jamanka og Lisa Buckwitz tryggðu Þjóðverjum gullverðlaunin í bobbsleðakeppni kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang eftir æsispennandi baráttu við bandaríska liðið.

Þær þýsku, sem áttu síðustu ferðina í keppninni, stálu gullinu af þeim bandarísku en tími þeirra var sjö hundraðs hlutum úr sekúndu betri en hjá þeim Elanu Meyers Taylor og Lauren Gibbs. Þetta voru fjórðu gullverðlaun Þjóðverja í kvennaflokki í bobbsleðakeppni leikana en Bandaríkin hafa unnið samtals fimm gullverðlaun.

Kaillie Humphries og Phylicia George frá Kanada fengu bronsverðlaun en þær urðu 0,44 sekúndum á eftir sigurvegurunum.

Í liðakeppni kvenna í skautahlaupi unnu Japanir óvæntan sigur og í karlaflokki urðu Norðmenn ólympíumeistarar þar sem heimamenn í Suður-Kóreu höfnuðu í öðru sæti og bronsverðlaunin féllu Bandaríkjamönnum í skaut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert