Leman vann skíðakrossið

Brady Leman fagnar ólympíumeistaratitlinum.
Brady Leman fagnar ólympíumeistaratitlinum. AFP

Kanadamaðurinn Brady Leman tryggði sér gullverðlaunin í skíðakrossi karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í morgun.

Leman lenti í ýmsum erfiðleikum á ferð sinni en það kom þó ekki í veg fyrir sigur hans. Svisslendingurinn Marc Bischofberger vann til silfurverðlauna og Rússinn Sergey Ridzik varð í þriðja sæti eftir að hafa fallið snemma í brautinni en hann komst á skíðin á nýjan leik.

Í skíðakrossi, sem varð fyrst ólympíugrein árið 2010, fara fjórir skíðamenn niður brautina samtímis þar sem þeir taka skarpar beygjur og nokkur stökk á leið sinni niður brautina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert