Sögulegt hjá Bjørgen

Jessica Diggins og Kikkan Randall fagna eftir sigurinn í sprettgöngunni.
Jessica Diggins og Kikkan Randall fagna eftir sigurinn í sprettgöngunni. AFP

Kikkan Randall og Jess Diggins tryggðu Bandaríkjunum gullverðlaunin í sprettgöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag.

Því var spáð að baráttan um gullið yrði á milli Svía og Norðmanna en þær bandarísku skutu kollegum sínum ref fyrir rass og tryggðu sér ólympíumeistaratitilinn. Þetta voru um leið fyrstu gullverðlaun Bandaríkjamanna í skíðagöngu síðan árið 1976.

Sigurtími Bandaríkjanna var 15:56.47 mínútur. Svíar unnu til silfurverðlauna eftir æsispennandi keppni en tími Svíana var 15:56.66 mínútur.

Norðmenn hrepptu bronsverðlaunin á tímanum 15:59,44 mínútur og þar með vann Marit Bjørgen sín 14. verðlaun á Vetrarólympíuleikunum og hefur þar með unnið fleiri verðlaun en nokkur annar skíðamaður. Þetta voru hennar fjórðu verðlaun í Pyeongchang en Bjørgen er 37 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert