Alþjóðlegt blakmót Stjörnunnar um helgina

Stjarnan International Invitational 2018 fer fram um helgina.
Stjarnan International Invitational 2018 fer fram um helgina. Ljósmynd/Blakfréttir

Um helgina fer fram Stjarnan International Invitational 2018, sem er alþjóðlegt mót í blaki, sem haldið er af Stjörnunni. Þetta er í annað skipti sem mótið fer fram en, í ár taka átta lið frá fimm löndum þátt. Þrjú íslensk lið taka þátt; HK, Stjarnan og U20 ára landslið Íslands. Önnur lið koma frá Englandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum.

Mótið fer fram á Álftanesi en spilað er í riðlum á föstudegi og laugardegi. Á sunnudegi er svo spilað til úrslita. 

Frá Bandaríkjunum koma tvö lið; Team Freedom Volleyball Club (GEVA) og svo Northeast Volleyball Club. GEVA samanstendur af leikmönnum frá New York, New Jersey og Connecticut.

Northeast Volleyball Club var stofnað af Garrett Minyard, en hann sér um mótið á Íslandi. Liðið samanstendur af leikmönnum frá Bandaríkjunum og má þar helst nefna hinn öfluga kant-smassara Luis Paloz. Einnig má nefna frelsingjann Brandon Directo sem leikur í nýstofnaðri atvinnumannadeild í Bandaríkjunum, þá var hann einnig í þjálfarateymi kvennalandsliðs Bandaríkjanna síðasta sumar.

London Lynx spilar í Super 8 deildinni, efstu deild Englands. Leikmenn London Lynx koma m.a. frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Póllandi og Brasilíu. Goonie United kemur frá Toronto í kanada. Liðið samanstendur af leikmönnum frá Bandaríkjunum og Kanada. LUKS Wilki Wilczyn kemur frá Póllandi en liðið spilar í þriðju efstu deild Póllands. Liðið kemur frá litlum bæ í Póllandi og eru flestir leikmennirnir heimamenn. Blakfréttir.is greindu frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert