Barátta um flestu gullverðlaunin

Norska sveitin sem vann til gullverðlauna í liðakeppni í skíðastökki.
Norska sveitin sem vann til gullverðlauna í liðakeppni í skíðastökki. AFP

Eftir þrettán keppnisdaga á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu stendur baráttan á milli Norðmanna og Þjóðverja um að vinna til flestra gullverðlauna á leikunum.

Norðmenn og Þjóðverjar hafa unnið 13 gullverðlaun hvor þjóð, Kanadamenn 9, Bandaríkjamenn 8 og Hollendingar 7.

Það stefnir allt í að Norðmenn vinni til flestra verðlauna á leikunum. Þeir hafa unnið 35 verðlaun, Þjóðverjar koma næstir með 25, Kanadamenn 24, Bandaríkjamenn 21 og Hollendingar 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert