Fyrsta gull Bandaríkjanna í 20 ár

Hilary Knight og Meghan Duggan bíta í gullpeninga sína eftir …
Hilary Knight og Meghan Duggan bíta í gullpeninga sína eftir sigur Bandaríkjanna gegn Kanada í úrslitaleiknum í íshokkí kvenna. AFP

Bandaríkin unnu gullverðlaunin í íshokkí kvenna í fyrsta skipti í 20 ár en þær bandarísku höfðu betur gegn fjórföldum ólympíumeisturum Kanada í úrslitaleiknum á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgunsárið að íslenskum tíma.

Kanada, sem hafði unnið 24 leiki í röð á Ólympíuleikum, mátti sætta sig við tap, 3:2, þar sem úrslitin réðust í vítakeppni. Lamoureux-Davidson tryggði bandaríska liðinu sigurinn í vítakeppninni.

Þetta er fyrsti ólympíumeistaratitill Bandaríkjamanna í íshokkí kvenna frá því á leikunum í Nagano árið 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert