Gisin vann alpatvíkeppnina – Vonn kláraði ekki

Michelle Gisin fagnar sigri sínum.
Michelle Gisin fagnar sigri sínum. AFP

Michelle Gisin frá Sviss hrósaði sigri í alpatvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í S-Kóreu í morgun.

Gisin sem var með þriðja besta tímann eftir brunið en hún náði að tryggja sér gullverðlaunin með góðri ferð í sviginu.

Mikaela Sheffrin frá Bandaríkjunum, sem vann stórsvigið á dögunum, náði aðeins fjórða sætinu í sviginu og þar með hafnaði hún í öðru sæti í alpatvíkeppninni. Bronsverðlaunin fóru til Sviss en Wendy Holdener hafnaði í þriðja sætinu.

Lindsey Vonn frá Bandaríkjunum er með forystuna eftir brunið en hún náði ekki að ljúka keppni í sviginu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert