Ólympíumeistari á nýju heimsmeti

Wu Dajing fagnar sigri sínum í Pyeongchang.
Wu Dajing fagnar sigri sínum í Pyeongchang. AFP

Kínverjinn Wu Dajing setti nýtt heimsmet þegar hann tryggði sér sigur í 500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í dag.

Dajing , sem vann silfurverðlaunin í greininni á leikunum í Sochi fyrir fjórum árum, kom í mark á 39,584 sekúndum í úrslitunum og setti þar með nýtt heimsmet.

Heimamenn fengu silfur og brons. Hwang Daeheon hafnaði í öðru sínu og Lim Hyojun varð í þriðja sætinu.

Ungverjar hrepptu sín fyrstu gullverðlaun í sögu Vetrarólympíuleikanna þegar þeir báru sigur úr býtum í 5000 metra skautaboðhlaupi karla. Þetta voru um leið fyrstu verðlaun Ungverja á Vetrarólympíuleikum frá árinu 1980. Kínverjar unnu til silfurverðlauna og Kanadamenn hrepptu bronsverðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert