Telja að nýta megi æfingar í vatni í ríkari mæli

Frá æfingum íþróttafólksins í Kópavogslauginni.
Frá æfingum íþróttafólksins í Kópavogslauginni. mbl.is/Árni Sæberg

Áhugaverð tilraun fer um þessar mundir fram í Kópavogslauginni. Þar er um að ræða samstarf hjá Knattspyrnudeild Breiðabliks, Háskólanum í Reykjavík og Jyväskylä-háskólanum í Finnlandi.

Ingi Þór Einarsson, aðjúnkt á íþróttafræðisviði hjá HR, er ásamt Bretanum Ben Waller að kanna hvort hægt sé að byggja upp sambærilegt úthald hjá knattspyrnufólki með æfingum í vatni eins og á landi.

Segja þeir margt benda til þess og sé það raunin væri ávinningurinn fyrir knattspyrnufólk minna álag á stoðkerfið og liðina. Sem getur þýtt minni meiðslatíðni og mögulega lengri feril í íþróttinni. Slíkt hefur ekki verið rannsakað nema að takmörkuðu leyti hingað til hvort sem um er að ræða hérlendis eða erlendis.

„Flestir hafa talið að ekki sé hægt að ná upp jafn miklu þoli með úthaldsæfingum í vatni eins og með hlaupum. Þess vegna hefur íþróttafólk aðallega æft í vatni þegar það er í endurhæfingaferli vegna meiðsla (fyrir utan sundfólkið eins og gefur að skilja). Til dæmis eftir krossbandsslit sem dæmi og árangur slíkra æfinga er vel þekktur. Við teljum að hægt sé að nýta æfingar í vatni miklu meira,“ sagði Ingi þegar Morgunblaðið spjallaði við hann og Waller. Þegar þá langaði til að kanna málið betur fóru þeir á fund með fræðslunefnd KSÍ þar sem sitja Arnar Bill Gunnarsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson. Sýndu þeir málinu mikinn áhuga sem og formaðurinn Guðni Bergsson.

„Guðni nefndi lauslega við okkur dæmi frá þeim tíma þegar hann lék með Bolton. Í framhaldinu settum við okkur í samband við Blikana sem voru mjög áhugasamir og hafa sýnt okkur geysilega mikinn stuðning. Hákon Sverrisson og Ásmundur Arnarsson sem þjálfa hjá Breiðabliki eru fagmenn og opnir fyrir nýjum hugmyndum,“ sagði Ingi þegar hann fór yfir tildrög þess að fótboltastelpur í Breiðabliki eru komnar ofan í sundlaug.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem einnig er rætt ítarlega við Ben Waller.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert