Enn fellur Rússi á lyfjaprófi

Frá setningarathöfn á Vetrarólympíuleikunum.
Frá setningarathöfn á Vetrarólympíuleikunum. AFP

Lyfjamisferli rússneskra íþróttamanna ætlar engan endi að taka og hafa fregnir nú borist af því að rússneskur keppandi, sem tók þátt í bobbsleðakeppni Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kór­eu, hafi fallið á lyfjaprófi.

Rússneska bobbsleðasambandið greindi frá því í morgun að Nadezhda Sergeyeva hafi fallið á lyfjaprófi en í sýni sem tekið var af henni hafi fundist leifar af hjartalyfi sem er á bannlista.

Sergeyeva er annar Rússinn sem fellur á lyfjaprófi í Pyeongchang en Alexander Krushelnitsky sem keppti í krullu féll á lyfjaprófi og var sviptur bronsverðlaununum sem hann vann í tvenndarleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert