Arna bætti við öðru gulli

Arna Stefanía tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.
Arna Stefanía tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norðurlandameistarinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir er Íslandsmeistari í 400 metra hlaupi kvenna, en hún kom í mark á 55,75 sekúndum á Meistaramóti innanhúss í Laugardalshöllinni í dag. Þórdís Eva Steinsdóttir varð önnur á 55,82 sekúndum og Melkorka Rán Hafliðadóttir tók bronsið á 58,02 sekúndum.

Í karlaflokki kom Kormákur Ari Hafliðason fyrstur í mark á 49,71 sekúndum. Hinrik Snær Steinsson varð annar á 50,53 sekúndum og Bjarni Anton Theódórsson varð þriðji á 50,88 sekúndum.

Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur í kúluvarpi er hann kastaði 15,77 metra og tryggði sér gullverðlaun í leiðinni. Tómas Gunnar Gunnarsson Smith varð annar og Orri Davíðsson tók þriðja sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert