Þjóðverjar færa sig upp á skaftið

Þjóðverjar fagna sigrinum á Kanada.
Þjóðverjar fagna sigrinum á Kanada. AFP

23. febrúar reyndist stór dagur fyrir hópíþróttir í Þýskalandi. Tvö landslið Þjóðverja lögðu stórveldi að velli í tveimur mismunandi greinum í dag. 

Annars vegar komu Þjóðverjar íshokkíheiminum á óvart með því að leggja hina sigursælu Kanadamenn að velli í undanúrslitum í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu 4:3. Nokkuð sem fáir áttu líklega von á enda tryggðu Þjóðverjar sér þar með sín fyrstu ólympíuverðlaun í íshokkí karla. Kanadamenn eru hins vegar í áfalli því kvennalandslið þjóðarinnar tapaði í úrslitaleiknum gegn Bandaríkjunum. 

Í undankeppni HM karla í körfuknattleik urðu einnig afar óvænt úrslit þegar Þýskaland sigraði Serbíu sem er eitt sterkasta lið heims, 79:74. Uppselt var á leikinn sem fram fór í Frankfurt en bæði lið höfðu unnið báða leiki sína til þessa í keppninni. Þjóðverjar virðast vera að ná sér á strik á ný í körfuboltanum en Serbar voru ekki með sitt sterkasta lið þar sem þeir eiga fjölmarga leikmenn sem uppteknir eru í vinnunni í NBA og Euroleague. Engu að síður var ekki búist við þýskum sigri í kvöld. Með þeim í riðli eru Georgía og Austurríki og er Georgíaa í þriðja sæti riðilsins en Austurríki á botninum án sigurs. 

Þjóðverjar skelltu Serbum í undankeppni HM.
Þjóðverjar skelltu Serbum í undankeppni HM. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert