FH-ingar með 12 Íslandsmeistaratitla

FH-ingarnir Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir unnu til …
FH-ingarnir Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir unnu til verðlauna um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH-ingar unnu 12 Íslandsmeistaratitla af 26 mögulegum á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór um helgina í Laugardalshöll.

FH vann tvær síðustu greinarnar, 4 x 200 metra boðhlaup karla og kvenna, og endaði með 12 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann bestu afrek mótsins samkvæmt stigatöflu IAAF, en hún varð Íslandsmeistari í 200 og 400 metra hlaupi. Hún var líka í sveit FH sem vann 4 x 200 metra boðhlaup á góðum tíma eða 1:40,52 mínútu, en með henni í sveit voru María Rún Gunnlaugsdóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir og Melkorka Rán Hafliðadóttir.

ÍR-ingar unnu til næstflestra gullverðlauna eða 5, til 9 silfurverðlauna og 10 bronsverðlauna. Breiðablik varð í 3. sæti með 4 gull, 2 silfur og 4 brons, en UMSS, KFA, UFA, Ármann og HSK/Selfoss eignuðust einn Íslandsmeistara hvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert