Sú sigursælasta fékk síðasta gullið

Marit Bjørgen fagnar sigrinum í morgun.
Marit Bjørgen fagnar sigrinum í morgun. AFP

Marit Bjørgen frá Noregi, sigursælasti keppandi á Vetrarólympíuleikum frá upphafi, krækti sér í enn eina skrautfjöðrina í hattinn með því að vinna lokagrein leikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu, 30 km skíðagöngu kvenna.

Bjørgen sem er 37 ára gömul, fékk þar með sín fimmtu verðlaun á þessum leikum, áttunda ólympíugullið á ferlinum og samtals sín fimmtándu verðlaun á Vetrarólympíuleikum.

Hún stakk mótherja sína af og kom afslöppuð í mark, veifandi norska fánanum, tæpum tveimur mínútum á undan Kristu Parmakoski frá Finnlandi. Þriðja Norðurlandakonan var svo Stina Nilsson sem hlaut bronsverðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert