Sveik ekki foreldrana

Sindri Hrafn Guðmundsson
Sindri Hrafn Guðmundsson mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er náttúrlega alger heiður. Ég hef keppt á stórmótum í yngri aldursflokkum en ekki komist á fullorðinsmótin hingað til og því alger snilld að vera kominn á það stig. Að vera kominn þangað er ný staða enda sér maður þar alla þessa bestu,“ sagði Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til Bandaríkjanna og spurði hvernig tilhugsun það væri að keppa á stórmóti.

Sindri náði lágmarki fyrir Evrópumótið í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Berlín í ágúst þegar hann kastaði 80, 49 metra á háskólamóti í Kaliforníu og rauf þar með 80 metra múrinn.

Sindri er á sínu öðru tímabili í NCAA og keppir þar fyrir Utah State-háskólann. Kast hans er jafnframt skólamet. Utanhúss-tímabilið er nýhafið til þess að gera og því ekki ofmælt að segja að Sindri byrji tímabilið með látum. Hann segist hafa verið meðvitaður um hvert lágmarkið fyrir EM væri.

„Ég hafði tékkað á því í fyrra þegar ég kastaði 77 metra. Ég vissi að ég þyrfti að kasta yfir 80 metra á EM. Ég sagði foreldrum mínum að ég ætlaði að ná því á þessu ári en vissi kannski ekki hvenær það kæmi. Ég bjóst nú ekki við því að það myndi gerast á fyrsta mótinu,“ sagði Sindri sem er kominn í fámennan hóp Íslendinga sem kastað hafa yfir 80 metra eftir að spjótinu var breytt.

Sjá allt viðtalið við Sindra í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert