Kristín og Ásmundur Íslandsglímumeistarar

Kristín Embla, Ásmundur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Kristín Embla, Ásmundur og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ljósmynd/Glima.is

Hundraðasta og áttunda Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu Kennaraaháskólans, 24 mars. Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestir mótsins voru Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningamálaráðherra og sá þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok. 

Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í þriðja sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Kristín Embla Guðjónsdóttir og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fyrsta sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert