Predrag nældi í tvö gull

Predrag Milos fagnar í dag. Hann vann tvenn gullverðlaun.
Predrag Milos fagnar í dag. Hann vann tvenn gullverðlaun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmótið í sundi í 50 m laug hófst í dag í Laugardalslauginni og var margt af okkar fremsta sundfólki í eldlínunni. Predrag Milos úr SH nældi í tvenn gullverðlaun. Hann kom fyrstur í mark í 50m skriðsundi á tímanum 23,12 sekúndur og á 57,74 sekúndum í 100m flugsundi.

Eygló Ósk Gústafsdóttir var með yfirburði í 200m baksundi og kom fyrst í mark á 2:15,24 mínútum. Anton Sveinn McKee vann 100m bringusund karla á tímanum 1:01,92 mínútu. 

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir vann 50m skriðsund á tímanum 27,04, Karen Mist Arngeirsdóttir synti 100 metra bringusund á 1:13,55 mínútu og kom fyrst í mark og Brynjólfur Óli Karlsson vann 200 baksund á tímanum 2:09,38 mínútum. 

Tvær boðsundsgreinar fóru fram í dag. Sunddeild Breiðabliks vann 4x 200 metra skriðsund kvenna á 8:49,51 mínútum og Ægir vann 4x 200 metra skriðsund karla á 8:01,48 mínútum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert