Þróttur N. Íslandsmeistari í blaki

Leikmenn Þróttar fagna í kvöld.
Leikmenn Þróttar fagna í kvöld. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Þróttur frá Neskaupstað er Íslandsmeistari kvenna í blaki eftir 3:0-sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum í kvöld. Þróttur vann alla þrjá leiki einvígisins og er því verðugur Íslandsmeistari. 

Þróttur var með yfirburði í kvöld og áttu leikmenn Aftureldingar í miklum vandræðum með uppgjafir og góðan sóknarleik heimamanna. 

Paula Del Olmo var stigahæst hjá Þrótti með 13 stig og Helena Kristín Gunnarsdóttir gerði 10. Haley Hampton skoraði 10 fyrir Aftureldingu. Hampton var helsta ógn Aftureldingar í leiknum, en Þróttur var með leikinn í höndum sér allan tímann og er verðskuldaður þrefaldur meistari í ár.

Þróttur Neskaupstað - Afturelding 3. leikur opna loka
kl. 21:15 Leik lokið Þróttur er Íslandsmeistari kvenna í blaki í níunda sinn. Liðið vann titilinn fyrst 1996 og síðast 2013.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert