Frábær árangur Martins og Jónasar

Jónas Ingi Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson.
Jónas Ingi Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson. Ljósmynd/Fimleikasambandið

Martin Bjarni Guðmundsson og Jónas Ingi Þórisson náðu frábærum árangri á einu sterkasta unglingalandsliðamóti Evrópu í fimleikum, Junior Team Cup, eða Berlin cup, í dag.

Á mótinu keppa öll sterkustu drengjalandslið Evrópu og er mótið mikilvægur undirbúningur liðanna fyrir EM í Glasgow í ágúst.

Jónas og Martin tryggðu sér báðir sæti í úrslitum á stökki í gær, Martin í elsta flokknum og Jónas í 2. aldursflokki.

Þeir voru vel stemmdir fyrir úrslitin og gerðu stökkin sín frábærlega, svo vel að erfitt var að draga þá niður í einkunn. Þrátt fyrir frábær tilþrif andstæðinganna, dugði það ekki til.

Lokaeinkunn Martins var 13.700, 0.150 stigum á undan næsta manni, Umberto Zurtini frá Ítalíu. Lokaeinkunn Jónasar var 13.475, 0.475 sigum á undan Bora Tarhan frá Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert