„Ég var bara rekinn“

Jacky Pellerin
Jacky Pellerin Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

„Ég vildi ekki hætta hjá Ægi svo ég er vonsvikinn. Ég var bara rekinn, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Þetta er erfitt fyrir mig,“ segir franski sundþjálfarinn Jacky Pellerin.

Stjórn Sundfélagsins Ægis ákvað að endurnýja ekki samning sinn við Jacky sem verið hefur yfirþjálfari Ægis frá árinu 2007 og þjálfað marga af helstu afreksmönnum félagsins, þar á meðal ólympíufarana Eygló Ósk Gústafsdóttur, Jakob Jóhann Sveinsson og Söruh Blake Bateman svo einhverjir séu nefndir. Jacky, sem hætti sem landsliðsþjálfari í fyrra, mun starfa fyrir Ægi út júní en Guðmundur Sveinn Hafþórsson tekur við af honum.

„Ástæðan sem mér var gefin var sú að félagið væri að vinna að nýrri áætlun til næstu fimm ára. Ég spurði nú bara hver áætlunin væri, því kannski gæti ég séð um að hrinda henni í framkvæmd. Þeir vildu byggja upp í yngri flokkunum en ég benti á að stefna Ægis væri líka að vera með elítuhóp sundfólks sem getur keppt á stórmótum. Við áttum í vissum erfiðleikum á síðasta ári sem við þurftum að vinna úr, og það virtist vera að takast vel því liðinu gekk vel á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug. Þetta kom mér á óvart,“ segir Jacky. Hann hefur komið sér vel fyrir á Íslandi, á íslenska eiginkonu og kveðst hafa áhuga á að þjálfa áfram á Íslandi.

Viðtalið við Jacky Pellerin er í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert