Ingvar og Halla fyrst í Morgunblaðshringnum

Ingvar Ómarsson á fullri ferð í Morgunblaðshringnum í dag.
Ingvar Ómarsson á fullri ferð í Morgunblaðshringnum í dag. mbl.is/​Hari

Ingvar Ómarsson og Halla Jónsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar í Morgunblaðshringnum í fjallahjólreiðum nú í kvöld. Þetta er fyrsta keppnin í Íslandsbikarkeppni Hjólreiðasambandsins á þessu ári. Keppt var á um 6,8 kílómetra langri braut í nágrenni Hádegismóa.

Halla Jónsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki.
Halla Jónsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki. mbl.is/​Hari

Í meistaraflokki karla (e. elite) voru hjólaðir fjórir hringir. Ingvar og Hafsteinn Ægir Geirsson tóku strax á fyrsta hring forystu og voru eftir tvo hringi alveg hnífjafnir. Á þriðja hring stakk Ingvar Hafstein af í stærstu brekku keppninnar og leit ekki aftur eftir það. Var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir Ingvar og var hann rúmlega 17 sekúndum á undan Hafsteini sem gafst þó aldrei upp og kom á fullri keyrslu í mark þrátt fyrir að ljóst væri hvaða sæti hann myndi enda í. Ingvar var á tímanum 01:17:55 og Hafsteinn á 01:18:13. Bjarki Bjarnason kom í mark í þriðja sæti, sem hann var í frá fyrsta hring. Var hann á tímanum 01:22:06.

Hafsteinn Ægir Geirsson og Ingvar Ómarsson voru enn jafnir á …
Hafsteinn Ægir Geirsson og Ingvar Ómarsson voru enn jafnir á öðrum hring. mbl.is/​Hari

Í meistaraflokki kvenna börðust þær Halla og Hrönn Ólína Jörundsdóttir um sigurinn. Hjólaðir voru þrír hringir og voru þær tvær jafnar eftir fyrsta hring. Á öðrum hring tók Halla forystu, en um miðja braut sótti Hrönn verulega á hana. Halla gaf hins vegar í og náði 30 sekúndna forystu fyrir síðasta hring og dugði það henni til sigurs. Var Halla á tímanum 01:26:58 og kom Hrönn 18 sekúndum á eftir henni á 01:27:16.

Fjallahjólakeppnin Morgunblaðshringurinn
Fjallahjólakeppnin Morgunblaðshringurinn mbl.is/​Hari

Guðni Freyr Arnarson var fyrstur í U23 flokki karla (fjórir hringir) á tímanum 01:35:01. Sæmundur Guðmundsson var fyrstur í ungmennaflokki karla (þrír hringir) á 01:13:14. Í U17 flokki karli var Matthías Schou Matthíasson fyrstur á tímanum 00:53:07 og í U17 flokki kvenna var Sara Júlíusdóttir fyrst á tímanum 01:05:10. Fannar Freyr Atlason var fyrstur í U15 flokki karla (einn hringur) á 00:26:57 og Freyja Dís Benediktsdóttir var fyrst í U15 flokki kvenna (einn hringur) á 00:50:29.

Í almenningsflokki karla (þrír hringir) var Rúnar Pálmason fyrstur á tímanum 01:17:31 og í almenningsflokki kvenna (tveir hringir) var Katrín Lilja Sigurðardóttir fyrst á tímanum 01:02:40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert