Rak dómaranum hnefahögg – myndskeið

Badou Jack (t.v.) lætur höggin dynja á Adonis Stevenson (t.h.) …
Badou Jack (t.v.) lætur höggin dynja á Adonis Stevenson (t.h.) í nótt. AFP

WBC-heimsmeistarinn í léttþungavigt í hnefaleikum, Adonis Stevenson, mætti Badou Jack í hringnum í Kanada í nótt en titilbardagi þeirra endaði með jafntefli.

Þeir kappar skiptust á lotum í jöfnum en heldur bragðdaufum bardaga sem endaði á því að Stevenson heldur heimsmeistarabeltinu en báðir hafa áhuga á því að mætast aftur. Það var þó ekki bardaginn sjálfur sem var mest til umræðu í nótt heldur bylmingshögg Jacks í andlit dómarans.

Er Stevenson og Jack féllust í faðma reyndi dómarinn, Ian John-Lewis, að ganga á milli þeirra. Það gekk þó ekki betur en svo að Jack sló vindhögg í átt að keppinauti kvöldsins sem endaði beint á andliti dómarans.

Lewis lét höggið óvænta og smá blóðnasir ekki á sig fá og hélt bardaginn áfram. Meginskylda hvers hnefaleikara er jú að „að verja sig öllum stundum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert