Pacquiao hvergi nærri hættur

Manny Pacquiao slær Matthysse í gólfið.
Manny Pacquiao slær Matthysse í gólfið. AFP

Manny Pacquiao, einn vinsælasti hnefaleikamaður heims, varð heimsmeistari í nótt er hann vann öruggan sigur á Lucas Matthysse í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Pacquiao er hvergi nærri hættur þótt hann sé 39 ára gamall.

Filippseyingurinn sló Matthysse fyrst niður í þriðju lotu og stöðvaði dómarinn bardagann í sjöundu lotu er Mathysse fór í gólfið í þriðja skipti eftir þungt skrokkhögg. 

Sigurinn var sá fyrsti sem Pacquiao vinnur án dómaraúrskurðar síðan árið 2009 og 60. sigurinn á ferlinum. Búast má við að Pacquiao haldi áfram að stunda íþróttina fram yfir fertugt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert