Hákon og Snjólaug hlutskörpust

Snjólaug M. Jónsdóttir og Hákon Þór Svavarsson.
Snjólaug M. Jónsdóttir og Hákon Þór Svavarsson. Ljósmynd/STÍ

Landsmót STÍ í skotfimi fór fram á Akranesi um helgina. Hákon Þór Svavarsson varð hlutskarpastur karla og Snjólaug M. Jónsdóttir í kvennaflokki.

Hákon, úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, lauk keppni með 53 stig. Annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Austurlands með 50 stig. Í þriðja sæti hafnaði Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar með 40 stig.

Í kvennaflokki var Snjólaug, úr Skotfélaginu Markviss frá Blönduósi, með 39 stig. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands var önnur með 38 stig og þriðja var Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 22 stig.

Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 321 stig (Hákon Þór Svavarsson 115, Jakob Þór Leifsson 109, Aðalsteinn Svavarsson 94), önnur varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 318 stig (Sigurður Unnar Hauksson 112, Guðmundur Pálsson 111, Kjartan Örn Kjartansson 95) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar með 307 stig (Grétar Mar Axelsson 115, Guðlaugur Bragi Magnússon 120 stig , Daníel Logi Heiðarsson 72 stig).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert