Frísbídiskarnir flugu í Reykjavík

Keppendur stilla sér upp eftir vel heppnað mót.
Keppendur stilla sér upp eftir vel heppnað mót. Ljósmynd/Aðsend

Opna Reykjavíkurmótið í frisbígolfi fór fram síðustu helgi á frisbígolfvöllunum í Gufunesi og Grafarholti á vegum Frisbígolffélags Reykjavíkur.

Keppt var í sjö flokkum karla, kvenna og ungmenna og voru alls 32 keppendur skráðir til leiks. Leiknar voru fjórar umferðir, tvær á laugardag og tvær á sunnudag.

Í opnum flokkum karla og kvenna var keppt um veglega farandbikara auk þess sem mótið gefur stig til Íslandsbikars í risamótaröð Íslenska frisbígolfsambandsins.

Sigurvegarar á mótinu voru:

  • Opinn flokkur karla: Árni Sigurjónsson
  • Opinn flokkur kvenna: Guðbjörg Ragnarsdóttir
  • Stórmeistaraflokkur: Haukur Arnar Árnason
  • Almennur flokkur karla: Pétur Guðmundsson
  • Almennur flokkur kvenna: Ragnhildur K. Einarsdóttir
  • Almennur flokkur karla 2: Gunnar Örn Auðunsson
  • Ungmennaflokkur: Andri Fannar Torfason

Frisbígolf er ört vaxandi íþróttagrein á heimsvísu og í tilkynningu frá frisbígolfsambandinu segir að talið sé að nálægt 20.000 manns á öllum aldri stundi hér frisbígolf sér til afþreyingar og skemmtunar allan ársins hring á einhverjum af þeim 60 frisbígolfvöllum sem finna má um allt land.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert