Sjö fengu bronsmerki Blaksambandsins

Sigdís Lind Sigurðardóttir, Sara Ósk Stefánsdóttir, Líney Inga Guðmundsdóttir og …
Sigdís Lind Sigurðardóttir, Sara Ósk Stefánsdóttir, Líney Inga Guðmundsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir þreyttu frumraun sína með landsliðinu í gær. Ljósmynd/Blakfréttir.is

Íslensku landsliðin í blaki voru í eldlínunni í gær í undankeppni EM. Karlalandsliðið mætti Slóvakíu ytra í Nítra og kvennalandsliðið lék gegn Belgum í Kortrijk. Báðir leikirnir töpuðust en alls voru sjö leikmenn í landsliðunum sem voru að spila sinn fyrsta mótsleik með A-landsliðinu.

Hjá kvennaliðinu voru þær Sigdís Lind Sigurðardóttir leikmaður Aftureldingar, Sara Ósk Stefánsdóttir og Líney Inga Guðmundsdóttir, leikmenn HK, og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, leikmaður Þróttar Neskaupstað, sem spiluðu sinn fyrsta leik.

Alexander Arnar Þórisson, leikmaður KA, Galdur Máni Davíðsson leikmaður Þróttar Neskaupstað og Valens Torfi Ingimundarson, leikmaður Aftureldingar, voru allir að spila sinn fyrsta landsleik í gær gegn Slóvakíu. Allir þessi leikmenn fengu afhent bronsmerki Blaksambandsins eins og venjan er þegar leikmenn leika sína fyrstu A-landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert