Már setti Íslandsmet í Dublin

Már Gunnarsson hafnaði í áttunda sæti í 100 metra baksundi …
Már Gunnarsson hafnaði í áttunda sæti í 100 metra baksundi á EM í gær. Ljósmynd/ÍF

Már Gunnarsson, ÍRB, hafnaði í 8. sæti í gær í úrslitum í 100 metra baksundi S12 (blindir/sjónskertir) á Evrópumóti fatlaðra sem fram fer í Dublin á Írlandi þessa dagana. Már synti á tímanum 1:11.73 mínútur í undanrásum í gær, sem er nýtt Íslandsmet, en hann synti á tímanum 1:11,74 mínútur í úrslitunum sem skilaði honum áttunda sætinu.

Þá varð Guðfinnur Karlsson, Firði, einnig áttundi í úrslitum í gær þegar hann synti á 1:32.04 mínútum í 100 metra baksundi S11 (alblindir) en þar var hann nokkuð frá tíma sínum í undanrásum í gærmorgun sem var 1:29.54 mín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert