Jón Margeir í úrslit í 400 metra hlaupi

Jón Margeir Sverrisson í hlaupinu í dag.
Jón Margeir Sverrisson í hlaupinu í dag. Ljósmynd/ÍF Sport

Jón Margeir Sverrisson er kominn í úrslit í 400 m hlaupi T20 (þroskahamlaðir) á Evrópumóti fatlaðra í Berlín. Jón hljóp á tímanum 57.29 sekúndum, sem er nálægt hans besta tíma í greininni, í undanriðlum í dag. Jón Margeir varð fjórði í sínum riðli og komst í úrslit á áttunda besta tímanum en átta keppendur munu hlaupa til úrslita.

Þá varð Hulda Sigurjónsdóttir sjöunda í kúluvarpi F20 kvenna (þroskahamlaðir) þegar hún varpaði kúlunni 9,40 metra. Það var hins breska Sabrina Fortune sem fór með sigur af hólmi en hún kastaði lengst 13,30 metra. Pólverjinn Ewa Durska hafnaði í öðru sæti en hún kastaði 12,93 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert