Næsta skref er að fara snemma að sofa

Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þriggja þjálfara blandrar unglingasveitar Íslands á …
Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þriggja þjálfara blandrar unglingasveitar Íslands á EM í hópfimleikum 2018. Ljósmynd/Kristinn Arason

„Undankeppnin leggst vel í mig eftir æfingadaginn. Allir keppendur voru einbeittir og skipulagðir við það sem þeir voru að gera. Við förum því ánægð af æfingu,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þriggja þjálfara blandað liðs unglinga sem tekur þátt í undankeppninni á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Portúgal á morgun.

Þórarinn sagði ekkert óvænt hafa komið upp á. Einn liðsmanna hafi meiðst á ökkla en hann telji þau ekki vera svo alvarleg að keppandinn geti ekki tekið þátt í mótinu.

„Næsta skref hjá okkur er að fara snemma að sofa í kvöld til þess að vera úthvíld þegar við mætum til leiks á morgun.  Líkamlega verður ekki gert meira við æfingar í dag. Fram undan er góð máltíð og afslöppun á hótelinu þangað til gengið verður til náða,“ sagði Þórarinn glaður og rólegur í bragði.

Alls taka tíu lið þátt í undankeppninni síðdegis á morgun og af þeim komast sex þær bestu áfram. „Þetta kemur allt í ljós á morgun á stóra sviðinu,“ sagði Þórarinn  Reynir Valgeirsson, þjálfari blandaðrar sveitar unglinga á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert