Tilfinningin er geggjuð

Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir í keppninni á EM í morgun.
Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir í keppninni á EM í morgun. Ljósmynd/Kristinn Arason

„Þetta er sætt. Ég alveg í sjöunda himni, tilfinningin er geggjuð,“ sagði Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir ein þeirra sem skipaði blandaða sveit fullorðinna sem vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Portúgal í morgun.

„Það var einstakt að tryggja sér sigurinn með frábærum dans í lokin og það var alveg meiriháttar að hafa alla Íslendingana í stúkunni fyrir ofan okkur,“ sagði Hrafnhildur Magney sem  var að taka þátt í sínu fyrsta Evrópumeistaramóti í hópfimleikum.  „Ég mjög þakklát fyrir að hafa tekið þátt,“ sagði hún.

„Okkur tókst að bæta okkur heilmikið í dansinum í dag frá því í undankeppninni á fimmtudaginn. Ég held að það hafi gert útslagið.  Við fórum út á gólfið og gerðum okkar besta eftir að hafa farið vel yfir  málin milli undankeppninnar og aðalkeppninnar. Þetta var geggjað,“ sagði Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir, fimleikakona í sjöunda himni með bronsverðlaunapeninginn um hálsinn þegar mbl.is hitti hana að lokinni verðlaunaafhendingu á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Odivela í nágrenni Lissabon í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert