Við erum samt bestar

Kvennalandsliðið í hópfimleikum fagnar í keppninni á EM í dag.
Kvennalandsliðið í hópfimleikum fagnar í keppninni á EM í dag. LjósmyndSteinunn Anna

„Við erum samt bestar þótt heildareinkunnin segi annað. Við unnum tvær greinar af þremur þótt það hafi ekki dugað til,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum í samtali við mbl.is, eftir að sveitin varð í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Odivela í úthverfi Lissabon í dag. Aðeins  munaði 0.200 á íslensku og sænsku sveitinni þegar upp var staðið, þeirri sænsku í vil.

„Við áttum hreint geggjaðan dag og bættum okkur í öllum greinum frá undankeppninni á fimmtudagskvöldið sem persónulegur sigur fyrir okkur. Við skemmtun okkur vel og höfðu virkilega gaman af því sem við vorum að gera í dag. Við förum sáttar frá keppninni þótt það sé svekkjandi og leiðinlegt að hafa ekki unnið,“ sagði Andrea Sif sem síður en svo hefur lagt árar í bát en hún hefur verið í liðinu á þremur síðustu Evrópumótum þar sem silfurverðlaun hafa komið í hlut íslensku sveitarinnar.  „Fyrir tveimur árum var munurinn 0.600 en að þessu sinni 0.200. Ég veit að næst verðum við fyrir ofan þær sænsku. Þetta er sá lærdómur sem við drögum meðal annars af þessu. Svona eru fimleikarnir. Munurinn er oft lítill og ekkert má út af bregða þegar komið er í svona jafna keppni í allra fremstu röð í Evrópu,“ sagði Andrea Sif.

Skarð var fyrir skildi að hin þrautreynda fimleikakona, Valgerður Sigfinnsdóttir, meiddist á ökkla í undankeppninni á fimmtudaginn og gat ekki tekið þátt í keppninni í dag.  Þess utan þá meiddist Guðrún Geoorgsdóttir fyrir nokkrum vikum og gat ekki farið með á EM. „Við gerðum okkar það besta sem mögulegt var í stöðunni og þetta var niðurstaðan.

Við erum á leið til Köben á EM eftir tvö ár til þess að vinna. Æfingar hefjast strax á mánudaginn,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir og hló í samtali við mbl.is eftir keppnina í Odivela í dag.

i við mbl.is eftir

Andrea Sif Pétursdóttir og stöllur í dansinum glæsilega á EM …
Andrea Sif Pétursdóttir og stöllur í dansinum glæsilega á EM í dag. Þær fengu hæstu einkunn allra liða fyrir hann. LjósmyndSteinunn Anna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert