Evrópuævintýrið endaði á sigri

Leikmenn og forráðamenn SA að loknum lokaleiknum í Riga í …
Leikmenn og forráðamenn SA að loknum lokaleiknum í Riga í dag. Ljósmynd/SA

Íslands­meist­ar­ar karla í ís­hokkí, SA, unnu 3:2-sigur gegn spænska liðinu Tx­uri Ur­d­in frá Spáni í loka­leik sín­um í C-riðli 2. um­ferðar Evr­ópu­bik­ars­ins í Riga Lett­landi í dag. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var jöfn, 0:0, en Hafþór Sigrúnarson kom íslenska liðinu yfir í öðrum leikhluta. Juan Munoz jafnaði metin fyrir Tx­uri Ur­d­in undir lok annars leikhluta og staðan því 1:1. 

Jussi Sipponen kom SA í 2:1 í upphafi þriðja leikhluta og Jóhann Leifsson tvöfaldaði forystu SA, fimmtán mínútum fyrir leikslok. Martins Jakovleves klóraði í bakkann fyrir Spánverjana þegar fimm mínútur voru til leiksloka en lengra komust liðsmenn Tx­uri Ur­d­in ekki og lokatölur því 3:2 fyrir SA.

Skautafélag Akureyrar lýkur keppni í þriðja sæti riðilsins með 3 stig en Don­bass frá Úkraínu og Kurbads Riga frá Lettlandi munu berjast um efsta sæti riðilsins, síðar í dag.

SA vann alla þrjá leiki sína í 1. umferð keppninnar en þá var leikið í Búlgaríu. 

Skautafélag Akureyrar endaði Evrópuævintýri sitt á sigri í Lettlandi í …
Skautafélag Akureyrar endaði Evrópuævintýri sitt á sigri í Lettlandi í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert