Arna og Mladen ráðin til SSÍ

Arna Þórey Sveibjörnsdóttir og Mladen Tepavcevic við undirskriftina.
Arna Þórey Sveibjörnsdóttir og Mladen Tepavcevic við undirskriftina. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Sundsamband Íslands hefur ráðið þau Örnu Þóreyju Sveinbjörnsdóttur og Mladen Tepavcevic sem verkefnastjóra við uppbyggingu landsliða í sundi. Markmið SSÍ með ráðningu þeirra er að tryggja að yfirstandandi kynslóðaskipti í afrekshópum SSÍ verði sundíþróttinni til framdráttar, þannig að Ísland eigi sundfólk í fremstu röð bæði á unglinga- og fullorðinsstigi.

Arna Þórey er 44 ára fyrrverandi afrekskona í sundi, íþróttakennari að mennt og margreynd í sundþjálfun og er nú yfirþjálfari sunddeildar Breiðabliks. Mladen er 42 ára fyrrverandi afreksmaður og ólympíufari í sundi, íþróttafræðingur og sundþjálfari til 15 ára. Hann þjálfar nú afrekshóp SH.

Stjórn SSÍ hefur jafnframt skipað nýjar landsliðs- og þjálfaranefndir. Hlutverk þessara nefnda er að vera bakhjarl verkefnastjóra, gera tillögur til stjórnar SSÍ um málefni tengd landsliðum og gæta að hagsmunum sundfólks í landsliðum SSÍ og þjálfaranefnd verður til ráðgjafar varðandi lágmörk og viðmið fyrir mismunandi verkefni SSÍ.

Nánari upplýsingar um ráðninguna og nýju nefndirnar má sjá á heimasíðu Sundsambandsins, HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert