SR komið í toppsætið

SR hafði betur í Reykjavíkurslagnum í kvöld.
SR hafði betur í Reykjavíkurslagnum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

SR náði í kvöld þriggja stiga forystu í Hertz-deild karla í íshokkí með því að sigra Björninn, 7.4, í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal.

SR er með 11 stig, SA Víkingar 8 stig og Björninn 5 stig. Reykjavíkurliðin hafa nú bæði spilað 6 leiki en Akureyringar eru aðeins búnir með fjóra leiki.

SR var 3:1 yfir eftir fyrsta leikhluta og komst í 6:2 í öðrum hluta. Björninn minnkaði muninn í 6:4 áður en honum lauk en Styrmir Friðriksson innsiglaði sigur SR þegar hann skoraði sjöunda mark liðsins í byrjun síðasta leikhluta.

Egill Þormóðsson skoraði fyrstu þrjú mörk SR í leiknum en Miloslav Racansky, Patrik Podsednicek og Richard Kovarik sáu um hin þrjú mörkin áður en Styrmir skoraði það sjöunda.

Kristján Kristinsson skoraði þrjú marka Bjarnarins og Andri Helgason eitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert