Teresa skoraði þrennu í stórsigri

Teresa Snorradóttir átti stórleik fyrir SA gegn liði Reykjavíkur á …
Teresa Snorradóttir átti stórleik fyrir SA gegn liði Reykjavíkur á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Teresa Snorradóttir fór mikinn fyrir Skautafélag Akureyrar og skoraði þrjú mörk þegar liðið öruggan sigur gegn liði Reykjavíkur í 3. umferð Íslandsmóts kvenna í íshokkí, Hertz-deildinni, á Akureyri í dag en leiknum lauk með 7:0-sigri SA.

Eva Karvelsdóttir kom SA yfir strax í upphafi leiks og Teresa Snorradóttir bætti öðru marki við um miðjan fyrsta leikhluta. Teresa var svo aftur á ferðinni undir lok fyrsta leikhluta og staðan 3:0-fyrir SA eftir fyrsta leikhluta. 

Ragnhildur Kjartansdóttir bætti við fjórða markinu í upphafi annars leikhluta áður en Silvía Björgvinsdóttir og Eva Karvelsdóttir bætti við tveimur mörkum til viðbótar undir lok annars leikhluta. Teresa skoraði svo sjöunda mark SA, og sitt þriðja mark í leiknum, undir lok þriðja leikhluta og niðurstaðan því á Akureyri öruggur sigur SA.

SA er í efsta sæti deildarinnar með 6 stig og fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar en lið Reykjavíkur er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert