Farah gæti snúið aftur

Mo Farah er hvergi nærri hættur.
Mo Farah er hvergi nærri hættur. AFP

Breski langhlauparinn Mo Farah gæti mætt til leiks á Ólympíuleikana í Tokyo 2020 og keppt í 10.000 metra hlaupi. Farah hætti hlaupi á braut í lok síðasta árs, en hann hefur gert það afar gott í maraþonhlaupum síðan. 

Hann mun taka þátt í Londonmaraþoninu í apríl á næsta ári og svo er óvíst hvað tekur við. Farah viðurkenndi að það væri spennandi að reyna við eitt ólympíugull til viðbótar árið 2020, en hann hefur unnið til 12 verðlauna í 5.000 og 10.000 metra hlaupum á stórmótum. 

„Þegar ég horfði á EM í Berlín í sumar hugsaði ég að ég gæti verið þar og unnið til verðlauna. Ég hef engu gleymt. Það eru meiri líkur á að ég keppi aftur á Ólympíuleikunum ef mér gengur vel í Londonmaraþoninu,“ sagði Farah í samtali við Telegraph. 

„Ég var ánægður með þá ákvörðun að hætta þegar ég gæti, en mér líður enn þá eins og ég geti unnið til verðlauna og ég hef aldrei sagt nei við verðlaunum,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert