Hlynur varð í 41. sæti á EM í Tilburg

Hlynur Andrésson
Hlynur Andrésson mbl.is/Árni Sæberg

Hlynur Andrésson úr ÍR varð í 41. sæti á Evrópumótinu í víðavangshlaupi í Tilburg í Hollandi í gær.

Hlynur kveðst á Facebook-síðu sinni ánægður með það, eftir að hafa fundið fyrir magaóþægindum í miðju hlaupi, að hafa endað í 41. sæti af hátt í 100 af bestu hlaupurum Evrópu.

Hlynur hljóp á 30:25 mínútum en einn hinna norsku Ingebrigtsen-bræðra, hinn 25 ára gamli Filip, varð Evrópumeistari á 28:49 mínútum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert