O'Sullivan fór fram úr Hendry

Ronnie O'Sullivan
Ronnie O'Sullivan AFP

Ronnie O'Sullivan er orðinn sigursælasti snókerspilari allra tíma ef horft er til árangurs á þremur stærstu mótunum í íþróttinni. O'Sullivan sigraði á Breska meistaramótinu í sjöunda sinn og hefur nú alls sigrað nítján sinnum á mótunum þremur sem horft er til.  

Ronnie O'Sullivan fór þar með fram úr ekki ófrægari spilara en Stephen Hendry. 

Ronnie O'Sullivan er 43 ára gamall Englendingur og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í snóker, síðast 2013. Hann hefur keppt sem atvinnumaður frá árinu 1992 og hefur unnið meira en 10 milljónir punda í verðlaunafé. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert