Steranotkun verður ekki liðin

Lóð.
Lóð. mbl.is/​Hari

Hluti þeirra líkamsræktarstöðva sem starfa hérlendis hefur sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kemur að neysla stera og annarra frammistöðubætandi efna verði ekki liðin í þeirra húsakynnum. 

Yfirlýsingin er eftirfarandi: 

„Það er ljóst að notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna hefur aukist mikið síðustu ár. Það er því á okkar ábyrgð að viðurkenna vandann og bregðast við með ákveðnum aðgerðum.

Þeir notendur sem sjálfir grípa til slíkra örþrifaráða blekkja ekki aðeins sjálfa sig heldur einnig aðra þá er vilja stunda heilbrigðan lífsstíl. Notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna ýtir undir brenglaða líkamsímynd og gefur ungu fólki röng skilaboð og óraunhæfar fyrirmyndir. Því viljum við sameinast um að draga skýr mörk og senda rétt skilaboð.

Eftirfarandi íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar fordæma hvers kyns notkun stera og ólöglegra frammistöðubætandi efna við þjálfun og lýsa því jafnframt yfir að notkun slíkra efna verður ekki liðin innan þeirra húsakynna né í keppnum á þeirra vegum.“

Fyrirtækin eru eftirfarandi:

Mjölnir 

Hreyfing 

CrossFit Akureyri

CrossFit Reykjavík

CrossFit XY

Sparta

Reebok Fitness

Metabolic

Héraðsþrek, Fljótsdalshéraði

CrossFit Austur

CrossFit Katla

CrossFit Hengill

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert