Búið að velja landsliðshópinn í blaki

Landsliðið í blaki.
Landsliðið í blaki. Ljósmynd/Blaksamband Íslands

Christophe Achten þjálfari karlalandsliðsins í blaki hefur valið 15 manna æfingahóp til undirbúnings fyrir tvo leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara í janúar.

Liðið æfir milli jóla og nýárs en heldur til Belgíu í æfingabúðir 2. janúar. Síðan er útileikur gegn Moldóvu 6. janúar en heimaleikur gegn Slóvakíu 9. janúar í Digranesi. 

Af þessum 15 leikmönnum verða 12 valdir til þess að fara í æfingaferðina til Belgíu og í framhaldinu til Moldóvu í leikinn 6. janúar. 

Leikmannahópurinn:

Lúðvík Már Matthíasson, HK
Máni Matthíasson, BK Tromsø
Alexander Arnar Þórisson, KA
Andreas Hilmir Halldórsson, HK
Bjarki Benediktsson, HK
Ragnar Ingi Axelsson, Álftanesi
Arnar Birkir Björnsson, HK
Benedikt Baldur Tryggvason, HK
Ævarr Freyr Birgisson, Marienlyst
Theódór Óskar Þorvaldsson, HK
Sigþór Helgason, KA
Hafsteinn Valdimarsson, Calais
Kristján Valdimarsson, BK Tromsø
Galdur Máni Davíðsson, Þrótti Neskaupstað
Elvar Örn Halldórsson, HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert