„Fjallið“ stefnir á enn eitt metið

„Ég ákvað með stuttum fyrirvara að taka þátt í þessu móti til þess að skora á sjálfan mig  breyta til og fara út úr mínum þægindahring,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson eða „Fjallið“ sem hyggst bæta metið í samanlagðri þyngd í „raw“-kraftlyftingum á Iceland Open-mótinu sem haldið verður í Laugardalshöllinni á laugardag.

Hafþór hefur að undanförnu undirbúið sig af kappi fyrir mótið en hann er vanari því að keppa í aflraunum eða „strongman“-keppnum þar sem hann hefur verið ósigrandi um árabil. Í myndskeiðinu er tekið hús á honum og félögum hans við æfingar í Thor's Power Gym í Kópavoginum þar sem andinn er góður.

Kraft­lyft­ing­arn­ar verða í and­dyr­i Laugardalshallarinnar þar sem marg­ir af sterk­ustu ­mönn­um lands­ins munu etja kappi. Þá mun Kirill Sarychev, heims­met­haf­inn í bekkpressu, koma til lands­ins vegna móts­ins og reyna við þyngd­ir sem ekki hafa sést áður hér á landi.

Ice­land Open verður sem fyrr segir í Laug­ar­dals­höll á laugardaginn, 15. des­em­ber. Þar verður keppt á fjór­um alþjóðleg­um mót­um: í kraft­lyft­ing­um, vaxt­ar­rækt, bras­il­ísku jiu-jitsu á veg­um Mjöln­is og Nocco-þrauta­braut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert